Borgarafundur um verndun Gálgahrauns
Borgarafundur um verndun Gálgahrauns verður haldinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20:00. Hraunavinir beina því vingjarnlega til fólks að það taki með sér smámynt til að styrkja málefnið.
Landvernd hvetjur alla náttúruunnendur að sýna samstöðu og standa vörð um einstaka náttúru innan höfuðborgarsvæðisins.
Dagskrá:
Gálgahraun og Búrfellshraun: Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur
Jóhannes S. Kjarval og Gálgahraun: Ólafur Gíslason listfræðingur
Nýr eða endurgerður Álftanesvegur: Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður
Afhending undirskrifta gegn nýjum Álftanesvegi: Til forseta bæjarstjórnar Garðabæjar, Umhverfisráðuneytis og Vegamálastjóra
Ályktun fundarins.
Fundarstjóri: Eiður S. Guðnason fyrrv. umhverfisráðherra.
Allir sem vilja standa vörð um ósnortið eldhraun, ekki síst nágrannar Gálgahrauns og Búrfellshrauns eru hvattir til að mæta.
Hraunavinir.
Birt:
Tilvitnun:
Landvernd „Borgarafundur um verndun Gálgahrauns“, Náttúran.is: 27. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/27/borgarafundur-um-verndun-galgahraunsborgarafundur-/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.