Þann 22. Mars 2011 verður alþjóðlegur dagur vatnsins haldinn hátíðlegur um allan heim. Ýmsir viðburðir munu fara fram, og mun ungliðahreyfingin Breytendur standa fyrir nokkrum slíkum hér á landi.

Í Laugardalslauginni mun ný hljómsveit ungmenna úr Grafarholtinu, Andabandið, leika nokkur vel valin lög. Ráðgert er að tónleikarnir hefjist kl. 19.30. Ekkert kostar inn aukalega við venjulegt gjald í sund. Tilefnið hyggjast Breytendur nota til að vekja athygli á mikilvægi ferskvatns í heiminum og fagna góðu aðgengi íslendinga að þessari lífsnauðsynlegu auðlind, en auk þess vekja athygli á vaxandi vatnsskorti í þróunarríkjum heims, og þeirri heilsufarshættu sem af honum stafar.

Á staðnum verður einnig söluborð þar sem boðið verður upp á  að styrkja vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, sem einnig má gera á www.gjofsemgefur.is. Á sama tíma mun hópur Breytanda á Akureyri vekja athygli á málefninu og bjóða fólki að styrkja vatnsverkefnin.

Við hvetjum alla til að mæta í sund! Auðvitað getum við breytt heiminum!

Sjá nánar um Breytendur – Changemaker Iceland hér á Grænum síðum.

Nánari upplýsingar:
•    Alþjóðleg heimasíða dagsins: www.worldwaterday2011.org
•    Heimasíða Breytanda: www.changemakers.is
•    Hér er hægt að styrkja vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar: www.gjofsemgefur.is

Birt:
18. mars 2011
Höfundur:
Breytendur
Tilvitnun:
Breytendur „22. mars - alþjóðlegur dagur vatnsins“, Náttúran.is: 18. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/18/22-mars-althjodlegur-dagur-vatnsins/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: