Umboðsmaður Alþingis álítur afgreiðslu iðnaðarráðherra ekki forsvaranlega
Umboðsmaður Alþingis tekur undir kvörtun Nátturuverndarsamtaka Íslands yfir ákvörðun iðnaðarráðherra (þá Össur Skarphéðsinsson), dags. 28. október 2008, að gefa út endurnýjað virkjunarleyfi fyrir Múlavirkjun.
Eftir byggingu Múlavirkjunar kom í ljós að uppsett afl virkjunarinnar var hærra en tilkynnt hafði verið til Skipulagsstofnunar og kveðið var á um í upphaflegu virkjunarleyfi.
Náttúruverndarsamtökin bentu á að skilyrði laga fyrir útgáfu virkjunarleyfisins hafi ekki verið fullnægt þar eð ekki lá fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunnar um það hvort framkvæmdin væri matsskyld.
Í Niðurstöðu Umboðsmanns segir:
Með vísan til þess sem að framan er rakið er það niðurstaða mín að það hafi ekki veirð forsvaranlegt hjá iðnaðarráðuneytinu, eins og ativkum var háttað, að leggja til grundvallar við töku ákvörðunar um að veita Múlavirkjun virkjunarleyfi 28. október 2008 að fyrir lægi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breytingar á Múlavirkjun féllu utan 6. gr. laga nr. 106/2000. [matsskylda] Málsmeðferð ráðuneytisins var því ekki í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. [rannsóknarskylda]
Eins og kvörtun máls er þessa er lögð fyrir mig, sbr. I. kafla í áliti þessu, er ekki tilefni til að ég fjalli um þau réttaráhrif sem ofangreindur annmarki á meðferð málsins kann að hafa að lögum. HIns vegar eru það tilmæli mín til iðnaðarráðuneytisins að það taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem rakin eru álitinu í störfum sínum. ...
Sjá álit Umboðsmanns hér.
Birt:
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Umboðsmaður Alþingis álítur afgreiðslu iðnaðarráðherra ekki forsvaranlega “, Náttúran.is: 9. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/09/umbodsmadur-althingis-alitur-afgreidslu-idnadarrad/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.