Opinn fundur um Vatnajökulsþjóðgarð í umhverfisnefnd Alþingis
Opinn fundur verður haldinn í umhverfisnefnd um málefni Vatnajökulsþjóðgarðs föstudaginn 4. mars kl. 16.00. Einkum verður fjallað um nýsamþykkta verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn. Gestur fundarins verður Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.
Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.
Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.
Grafík: Kort af Vatnajökulsþjóðgarði
Birt:
3. mars 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Opinn fundur um Vatnajökulsþjóðgarð í umhverfisnefnd Alþingis“, Náttúran.is: 3. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/03/opinn-fundur-um-vatnajokulsthjodgard-i-umhverfisne/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.