Lífrænt fiskeldi
Vottunarstofan Tún vekur athygli á málstofu um lífrænt fiskeldi sem haldin verður á Grand Hóteli kl. 10:30 þriðjudaginn 30. september n.k.
Málstofan er haldin á vegum Túns og Hólaskóla, og mun Dr. Helgi Thorarensen kynna nýjar reglur um lífrænt fiskeldi sem eru í burðarliðnum. Að því loknu mun Dr. Stefan Bergleiter, sérfræðingur frá þþsku vottunarstofunni Naturland flytja fyrirlestur um þróun lífræns fiskeldis í heiminum. En Naturland hefur um langt skeið verið leiðandi í staðlagerð og vottun á þessu sviði víða um heim.
Málstofan er haldin samhliða alþjóðlegri þorskeldisráðstefnu, en þeir sem áhuga hafa á að sækja málstofuna geta sótt hana án þess að skrá sig á ráðstefnuna.
Frekari upplýsingar veitir Gunnar Á. Gunnarsson tun@mmedia.is hjá Vottunarstofunni Túni.
Birt:
23. september 2008
Tilvitnun:
Vottunarstofan Tún „Lífrænt fiskeldi“, Náttúran.is: 23. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/23/lifraent-fiskeldi/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.