Christopher Vasey heldur fyrirlestur á Háskólatorgi i dag kl. 17:00 undir yfirsögninni: Þekking heimsins á náttúruvættum.

Þjóðsögur margra landa fjalla um samskipti manna við álfa og dverga. Frásagnir af þessu tægi er að finna í öllum heimshornum frá örófi alda. Hvernig stendur á því að sumir sjá þessar verur en aðrir ekki? Hvaða þýðingu hefur vitneskja um þessar verur fyrir okkur í dag?

Christopher Vasey er Svisslendingur og hefur ritað margar bækur um óhefðbundnar lækningar og yfirnáttúrlega hluti. Hann hefur haldið marga fyrirlestra bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Aðgangseyrir er 500 kr.

Mynd: Ein af mörgum bókum Christopher Vasey „Gérez votre équilibre - acido-basique.

Birt:
30. júlí 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fyrirlestur um þekkingu heimsins á náttúruvættum“, Náttúran.is: 30. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/30/thekking-heimsins-natturuvaettum/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: