Vestfirsku Náttúruverndarsamtökin endurreist
Stofnfundur Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða var haldinn í Hömrum á Ísafirði í dag og var umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir heiðursgestur fundarins. Upphaflega voru náttúruverndarsamtök Vestjarða stofnuð árið 1971 í Flókalundi.
Þau samtök voru mjög virk í um 15 ár og gáfu m.a. út tímaritið Kaldbak og áttu stóran þátt í friðlýsingu Hornstranda. Bryndís Friðgeirsdóttir sem var í undirbúningshóp stofnfundarins segir ástæðu þess að samtökin séu endurvakin nú sé að mikil umræða hafi farið fram á Vestfjörðum að undanförnu sérstaklega þegar hugmyndir um olíuhreinsunarstöð komu fram. Þá hafi fólk áttað sig á því að nátturan hafi ekki átt málsvara á Vestfjörðum.
Bryndís Friðgeirsdóttir var kosinn formaður samtakanna á fundinum í dag. Yfirlýsing frá fundinum verður birt hér á vefnum um leið og hún berst.
Mynd af vsir.is. Frétt unnin uppúr frétt af visir.is.Birt:
Tilvitnun:
Vísir.is „Vestfirsku Náttúruverndarsamtökin endurreist“, Náttúran.is: 5. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/05/vestfirsku-natturuverndarsamtokin-endurreist/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.