Virkjanaáfrom í uppnámi?
Sveitarstjórn Ölfuss ætlar að ákveða á fimmtudag hvort aðalskipulag sveitarfélagsins verði endurskoðað. Slík endurskoðun myndi setja áform um Hverahlíðarvirkjun og stækkun Hellisheiðarvirkjunar í uppnám, því þá verður ekki hægt að virkja á svæðinu næstu tvö árin.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma í síðustu viku að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar á Hellisheiði og fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu. Þetta var ákveðið eftir að Skipulagsstofnun lagðist í áliti gegn virkjuninni.
Svæðið þar sem reisa átti Bitruvirkjun er í Sveitarfélaginu Ölfuss og varð bæjarstjórinn þar fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar um að hætta við virkjunina.
Í bréfi sem Skipulagsstofnun sendi sveitarfélaginu leggur stofnunin til að gerð sé heildarendurskoðun á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Sveitarfélagið íhugar hvort að rétt sé að gera slíkt og verður ákvörðun um það tekin á bæjarstjórnarfundi næsta fimmtudag. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, segir það hafa mikil áhrif að ekki fáist sú orka sem gert hafði verið ráð fyrir að kæmi úr Bitruvirkjun og notuð yrði fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Þess vegna hefði verið ákveðið að fara yfir málið og ákveða hvort rétt sé að endurskoða aðalskipulagið. Ef ákveðið verður að endurskoða aðalskipulagið setur það áform Orkuveitunnar um Hverahlíðarvirkjun og stækkun Hellisheiðarvirkjunar í uppnám. Það myndi taka um tvö ár og myndi stækkun Hellisheiðarvirkjunar og Hverahlíðarvirkjun bíða á meðan. Orkan sem þær eiga að framleiða á að meðal annars að fara til Norðuráls í Helguvík og á Grundartanga og til að mæta aukinni notkun raforku á höfuðborgarsvæðinu
Bitruvirkjun gæti enn orðið að veruleika því þó að Orkuveita Reykjavíkur vilji ekki virkja þar, þá gætu aðrir aðilar gert það. Þannig hefur komið til tals að sveitarfélagið Ölfuss, hugsanlega í samstarfi við aðra, stofni sjálft félag til þess.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma í síðustu viku að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar á Hellisheiði og fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu. Þetta var ákveðið eftir að Skipulagsstofnun lagðist í áliti gegn virkjuninni.
Svæðið þar sem reisa átti Bitruvirkjun er í Sveitarfélaginu Ölfuss og varð bæjarstjórinn þar fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar um að hætta við virkjunina.
Í bréfi sem Skipulagsstofnun sendi sveitarfélaginu leggur stofnunin til að gerð sé heildarendurskoðun á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Sveitarfélagið íhugar hvort að rétt sé að gera slíkt og verður ákvörðun um það tekin á bæjarstjórnarfundi næsta fimmtudag. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, segir það hafa mikil áhrif að ekki fáist sú orka sem gert hafði verið ráð fyrir að kæmi úr Bitruvirkjun og notuð yrði fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Þess vegna hefði verið ákveðið að fara yfir málið og ákveða hvort rétt sé að endurskoða aðalskipulagið. Ef ákveðið verður að endurskoða aðalskipulagið setur það áform Orkuveitunnar um Hverahlíðarvirkjun og stækkun Hellisheiðarvirkjunar í uppnám. Það myndi taka um tvö ár og myndi stækkun Hellisheiðarvirkjunar og Hverahlíðarvirkjun bíða á meðan. Orkan sem þær eiga að framleiða á að meðal annars að fara til Norðuráls í Helguvík og á Grundartanga og til að mæta aukinni notkun raforku á höfuðborgarsvæðinu
Bitruvirkjun gæti enn orðið að veruleika því þó að Orkuveita Reykjavíkur vilji ekki virkja þar, þá gætu aðrir aðilar gert það. Þannig hefur komið til tals að sveitarfélagið Ölfuss, hugsanlega í samstarfi við aðra, stofni sjálft félag til þess.
Birt:
25. maí 2008
Tilvitnun:
Vísir.is „Virkjanaáfrom í uppnámi?“, Náttúran.is: 25. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/25/virkjanaafrom-i-uppnami/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.