Bann við notkun ósoneyðandi efna
Umhverfisráðuneytið vekur athygli útgerðarmanna og eigenda báta og skipa á að frá 31. desember 2008 er óheimilt að hafa og nota halón 1301 slökkvikerfi um borð í skipum og bátum. Þá vekur umhverfisráðuneytið athygli innflytjenda og notenda ósoneyðandi kælimiðla (vetnisklórflúorkolefna) að árið 2009 er síðasta árið sem heimilt verður að flytja þessi efni inn til landsins.
Ósoneyðandi slökkvimiðlar
Notendur slökkvikerfa með halón 1301 þurfa að huga nú þegar að breytingum á slökkvikerfum sínum. Til eru á markaði staðgengilefni sem ekki eyða ósonlaginu.
Unnið hefur verið að því að hætta notkun halóns í skipum og bátum síðan árið 2002. Öll skip áttu að vera búin að fjarlægja halón 1301 úr vélarrúmum 1. janúar 2004. Síðla árs 2003 sótti Landssamband íslenskra útvegsmanna um undaný águ frá þessu ákvæði reglugerðarinnar. Skipum og bátum hefur verið veitt undaný ága og frestur til að skipta út halón 1301 lengst til 31. desember 2008. Nú um áramót á því að vera lokið við að skipta út halóni 1301 í öllum skipum.
Ósoneyðandi kælimiðlar
Athygli innflytjenda og notenda ósoneyðandi kælimiðla (vetnisklórflúorkolefna) er vakin á því að árið 2009 er síðasta árið sem heimilt verður að flytja þessi efni inn til landsins. Efnin eru nánast eingöngu notuð á kæli- og frystikerfi skipa og einnig í minni kælibúnað í landi.
Jafnframt er athygli sömu aðila vakin á að samkvæmt gildandi reglugerð er heimilt að flytja inn endurunnin vetnisklórflúorkolefni til ársloka 2014. Á þessu gæti orðið breyting því að í drögum að nýrri reglugerð Evrópusambandsins er gert ráð fyrir að innflutningur á endurunnum HCFC kælimiðlum verði bannaður frá 1. janúar 2010. Gangi það eftir mun bannið gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og óheimilt yrði að flytja þessi efni inn frá svæðum utan þess.
Mikilvægt er að notendur þessara efna fari að huga nú þegar að breytingum á kæli- og frystikerfum sínum eða endurnýjun þeirra. Til eru á markaði kælimiðlar sem eyða ekki ósonlaginu. Mikilvægt er að huga að þessum breytingum í tíma svo ekki komi til stöðvunar fiskiskipaflotans vegna skorts á kælimiðlum þegar og ef reglugerð Evrópusambandsins tæki gildi. Ítarefni um ósonlagið:
Tímamóta samkomulag um losun ósoneyðandi efna. (25.9.2007).
Árangursríkt þing um Montrealbókunina. (6.11.2006).
Ósonlagið - tilefni til bjartsýni í umhverfismálum. (22.9.2006).
Umfjöllun um ósonlagið og ósoneyðandi efni á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Fræðslumyndband um ósonlagið á heimasíðu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Ósoneyðandi slökkvimiðlar
Notendur slökkvikerfa með halón 1301 þurfa að huga nú þegar að breytingum á slökkvikerfum sínum. Til eru á markaði staðgengilefni sem ekki eyða ósonlaginu.
Unnið hefur verið að því að hætta notkun halóns í skipum og bátum síðan árið 2002. Öll skip áttu að vera búin að fjarlægja halón 1301 úr vélarrúmum 1. janúar 2004. Síðla árs 2003 sótti Landssamband íslenskra útvegsmanna um undaný águ frá þessu ákvæði reglugerðarinnar. Skipum og bátum hefur verið veitt undaný ága og frestur til að skipta út halón 1301 lengst til 31. desember 2008. Nú um áramót á því að vera lokið við að skipta út halóni 1301 í öllum skipum.
Ósoneyðandi kælimiðlar
Athygli innflytjenda og notenda ósoneyðandi kælimiðla (vetnisklórflúorkolefna) er vakin á því að árið 2009 er síðasta árið sem heimilt verður að flytja þessi efni inn til landsins. Efnin eru nánast eingöngu notuð á kæli- og frystikerfi skipa og einnig í minni kælibúnað í landi.
Jafnframt er athygli sömu aðila vakin á að samkvæmt gildandi reglugerð er heimilt að flytja inn endurunnin vetnisklórflúorkolefni til ársloka 2014. Á þessu gæti orðið breyting því að í drögum að nýrri reglugerð Evrópusambandsins er gert ráð fyrir að innflutningur á endurunnum HCFC kælimiðlum verði bannaður frá 1. janúar 2010. Gangi það eftir mun bannið gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og óheimilt yrði að flytja þessi efni inn frá svæðum utan þess.
Mikilvægt er að notendur þessara efna fari að huga nú þegar að breytingum á kæli- og frystikerfum sínum eða endurnýjun þeirra. Til eru á markaði kælimiðlar sem eyða ekki ósonlaginu. Mikilvægt er að huga að þessum breytingum í tíma svo ekki komi til stöðvunar fiskiskipaflotans vegna skorts á kælimiðlum þegar og ef reglugerð Evrópusambandsins tæki gildi. Ítarefni um ósonlagið:
Tímamóta samkomulag um losun ósoneyðandi efna. (25.9.2007).
Árangursríkt þing um Montrealbókunina. (6.11.2006).
Ósonlagið - tilefni til bjartsýni í umhverfismálum. (22.9.2006).
Umfjöllun um ósonlagið og ósoneyðandi efni á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Fræðslumyndband um ósonlagið á heimasíðu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Myndin sýnir hvernig innflutning ósoneyðandi kælimiðla
hefur minnkað. Notkun endurunninna kælimiðla sem hafa
vægari ósoneyðingarmátt (R-134a og HFC-blöndur) hefur aukist.
hefur minnkað. Notkun endurunninna kælimiðla sem hafa
vægari ósoneyðingarmátt (R-134a og HFC-blöndur) hefur aukist.
Birt:
29. desember 2008
Tilvitnun:
Guðmundur Hörður Guðmundsson „Bann við notkun ósoneyðandi efna“, Náttúran.is: 29. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/29/bann-vio-notkun-osoneyoandi-efna/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.