Um hver jól og áramót „framleiðum“ við gífurlegt magn af rusli. Til að minnka neikvæð áhrif af sorpi sem hlaðið er eiturefnum og óendurvinnanlegum ögnum, bendir Sorpa á bestu leiðirnar til að koma slíku rusli til endurvinnslu eða förgunar.

T.a.m. flokkast jólapappír með glimmeri og málmögnum ekki undir venjulegt pappírsrusl og verður að flokka sem óendurvinnanlegt sorp.
Í tilkynningu frá Umhverfissviði Reykjavíkur segir að búast megi við því að skotkökur og flugeldar liggi eins og hráviði um borgina á nýársmorgun og segir rekstrarstjóri sorphirðunnar að ekki sé æskilegt að setja skotterturnar í ruslatunnurnar.

Umsjónarmaður endurvinnslustöðva Sorpu segir að starfsmenn Sorpu meti síðan hvort áramótasorpið geti flokkast með pappa, hvort það sé óendurvinnanlegt eða hvort það þurfi að eyða því sökum gruns um að eitthvað sé ósprungið. Endurvinnslustöðvar Sorpu opna þ. 2. janúar á nýju ári. Sjá leiðbeiningar um flokkun úrgangs á vef Sorpu.

Birt:
31. desember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Flugeldarusl, sprengitertur og jólapappír til Sorpu, ekki í heimilissorpið!“, Náttúran.is: 31. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/aramotarusl/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 16. maí 2007

Skilaboð: