VatnsmýrinMálþing um friðlandið í Vatnsmýrinni verður haldið í Norræna húsinu þann 24. júní kl. 10:00-12:00. Markmið með málþinginu er að kynna þá möguleika sem felast í því að hafa friðland í miðri höfuðborg og finna leiðir til að endurbæta friðlandið ásamt því að koma á samtali milli manns og náttúru.

Framsögu hafa:

  • Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur
  • Prófessor Erik Jeppesen sérfræðingur í vatnavistfræði
  • Prófessor Natalie Jeremijenko verkfræðingur og listamaður

Vinsamlegast takið daginn frá, nánar verður fjallað um erindin og fyrirkomulag málþingsins hér á síðunni í næstu viku.

Allir eru velkomnir!

Ljósmynd: Vatnsmýrin, af vef Umhverfisstofnunar.

Birt:
14. júní 2010
Uppruni:
Norræna húsið
Tilvitnun:
Þuríður Helga Kristjánsdóttir „Málþing um friðlandið í Vatnsmýrinni“, Náttúran.is: 14. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/14/malthing-um-fridlandid-i-vatnsmyrinni/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: