Námskeið um hvernig á að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Farið verður yfir hvaða fæðutegundum er gott að byrja á og hvenær.
Námskeiðið er haldið hjá Maður lifandi Borgartúni 24, þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20:00 - 22:00.

Einnig verður kennt að meðhöndla og búa til rétti sem innihalda:

  • ávexti og grænmeti
  • þurrkaða ávexti
  • heilt korn eins og quinoa, hirsi, hafra, spelti o.fl.
  • baunir eins og linsubaunir (afar prótein- og járnríkar)
  • kaldpressaðar olíur eins og sólblóma-, ólífu-, hörfræ-, möndlu- og kókosolíu
  • möndlumauk og tahini (sesammauk)
  • möndlur og fræ
  • ... svo eitthvað sé nefnt
Námskeiðið ný tist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Veglegt uppskriftar- og fróðleikshefti fylgir með námskeiðinu og verða nokkrir réttir og "drykkir" útbúnir á staðnum.

Leiðbeinandi: Ebba Guðný Guðmundsdóttir
Verð: 3.000 kr. Upplýsingar og skráning: síma 694-6386 og á netfanginu ebbagudny@mac.com
Birt:
19. nóvember 2007
Höfundur:
Maður lifandi
Tilvitnun:
Maður lifandi „Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?“, Náttúran.is: 19. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/19/hvao-eg-ao-gefa-litla-barningu-minu-ao-boroa/ [Skoðað:28. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. apríl 2010

Skilaboð: