Toyota sýnir rafbíl, lítinn borgarbíl, byggðan á IQ á Detroit bílasýningunni sem nú stendur yfir. Þeir staðfestu jafnframt að slíkur bíll færi í framleiðslu 2012. Þó ótrúlegt megi virðast þá komast fjórir í sæti í þessum litla bíl, en IQ bensín útgáfan sem þegar er kominn á markað í Japan hefur notið mikilla vinsælda.

Toyota tilkynnti jafnframt að 500 bíla floti af fyrstu Prius tengiltvinnbílunum yrði settir á göturnar í ár þar af 150 í USA. Bifreiðarnar verða notaðar til að fínpússa tæknina fyrir frekar fjöldaframleiðslu. Nú er bara að vona að einhverjir slíkir komi til Íslands.

Birt:
25. janúar 2009
Uppruni:
Orkusetur
Tilvitnun:
Sigurður Ingi Friðleifsson „Hreinn rafbíll frá Toyota á markað 2012“, Náttúran.is: 25. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/24/hreinn-rafbill-fra-toyota-markao-2012/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 24. janúar 2009
breytt: 25. janúar 2009

Skilaboð: