Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins Jose Manuel Barroso kom til Grænlands í gær, en hann er þar ásamt danska forsetisráðherranum Andreas Fogh Rassmussen í þriggja daga heimsókn. Ástæða heimsóknarinnar er til að sjá loftslagsbreytingarnar með berum augum, en þær hafa haft mikil áhrif á daglegt líf sjómanna og veiðimanna og dýralíf þar í landi. „Grænland, ásamt öðrum löndum í heiminum, er að ganga í gegnum erfiðar og dramatískar breytingar sem setja allt líf í hættu ef ekki er tekið í taumana strax. Það er ekkert eins og að sjá þetta með berum augum. Loftslagsbreytingarnar eru heimsvandamál sem vinna þarf á móti strax en ekki bara eftir 20 ár.“ sagði Barroso.
Leiðtogafundur um loftslagsmál verður svo haldin í Kaupmannahöfn árið 2009 og er vonað til þess að sá fundur muni marka skil í baráttunni við loftslagsbreytingunum.
Birt:
25. júní 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Vinna þarf gegn loftslagsbreytingunum strax“, Náttúran.is: 25. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/25/vinna-arf-gegn-loftslagbreytingunum-strax/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. júní 2007

Skilaboð: