Christopher Lund hefur tekið óviðjafnanlega ljósmyndaseríu af hálendinu norðan Vatnajökuls sem hann nefnir Augnablik á Öræfum.

Sýninguna tileinkar Chris þeim Ástu Arnardóttur og Ósk Vilhjálmsdóttur, fararstjórum hjá Augnabliki sem hafa gefið mörg hundruð manns tækifæri á að kynna sér Öræfin við Snæfell og áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar á sinn einstaka hátt.

Damian Rice á heiðurinn að tónlistinni í bakgrunninum. Við höfum fengið leyfi til að setja tengil á seríuna og þakkar fyrir það. Sjáið og njótið. Myndin er af bloggalleríi vefsins og sýnir Faxa í Norðurdal en við virkjunina mun áin þorna og fossarnir hverfa. Ljósmynd: Christopher Lund.

Birt:
5. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Christopher Lund - Augnablik á Öræfum“, Náttúran.is: 5. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/christ_lund/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 8. maí 2007

Skilaboð: