Borgaraleg virkni í þróun samfélags
Að undanförnu hafa risið upp meðal borgara háværar kröfur og vilji til beinnar þátttöku í mótun samfélagsins. Samhliða því vex vantrú á að allt frumkvæði í þeim efnum eigi að koma frá fjármagnseigendum, stjórnmálaflokkum og ríkisvaldi.
Um allan heim hafa frjáls félagasamtök, einstaklingar og þverpólitískir hópar hugsjónafólks til hliðar við meginstrauma samfélagins sannað hæfni sína til að takast á við brýnustu verkefni samtímans.
Merle Marks frá Þýskalandi hefur um árabil tekið þátt í margvíslegu starfi sem miðar að því að auka samfélags- og umhverfislega ábyrgð í atvinnu- og fjármálalífi. Hún verður á Íslandi í byrjun apríl til að miðla af reynslu sinni. Merle heldur fyrirlestur (á ensku) í Kaffi Hljómalind laugardaginn 4.apríl kl. 16:30 Aðgangur er ókeypis.
Sunnudaginn 5.apríl verður síðan haldin málstofa í sal ReykjavíkurAkademíu kl 10:00 - 18:00. Þar verður fjallað um samfélag og fjármál í öðru ljósi. Haldin verða stutt erindi um eftirtalin viðfangsefni og þau síðan rædd í vinnuhópum:
- Þróun atvinnulífs og fjármála – sögulegt yfirlit
- Áhrif heimsmyndar efnishyggjunnar á viðskiptalífið
- Peningar, vextir , kauphallarbrask - hvað á sér stað ? Einkaeign / ríkisvald
- Eru aðrir valkostir ? Dæmi frá Þýskalandi, Svíþjóð, Japan og Brasilíu
- Vinnuhópar: Hvaða leiðir eru færar á Íslandi ?
Þátttökugjald er 3.000 IKR, matur og kaffi innifalið. Skráning og nánari upplýsingar á braudhus@isl.is eða í síma: 6930140.
Grafík: Samfélagið, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Borgaraleg virkni í þróun samfélags“, Náttúran.is: 23. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/23/borgaraleg-virkni-i-throun-samfelags/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. mars 2009