Líkan að þjóðgarðsmiðstöð fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð verður til sýnis í Sparisjóði Ólafsvíkur til 6. júní en fyrirhugað er að reisa miðstöðina á Hellissandi á næstu árum. Líkanið er vinningstillaga arkitektastofunnar ARKÍS í samkeppni sem haldin var vorið 2006.

Í tengslum við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kvótaskerðingu fékk Snæfellsbær fjárveitingu til byggingar hússins. 50 milljónum verður úthlutað árlega næstu fjögur árin. Stefnt er að því að opna þjóðgarðsmiðstöðina formlega á 10 ára afmæli þjóðgarðsins þann 28. júní 2011.

Frá 9. júní verður líkanið til sýnis á gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum sem er opin alla daga í sumar frá kl. 10:00-18:00.

Birt:
5. júní 2008
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Líkan að þjóðgarðsmiðstöð til sýnis - Snæfellsjökulsþjóðgarður“, Náttúran.is: 5. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/05/likan-ao-thjoogarosmiostoo-til-synis-snaefellsjoku/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: