Selfoss skelfur
Allmargir jarðskjálftar hafa fundist á og við Selfoss í kvöld. Hrina smáskjálfta hófst í morgun og voru skjálftarnir framan af degi flestir, skv. óyfirförnum mælingum á vef Veðurstofu Íslands, af stærðargráðunni 1 til 1,5 á Richter og fundust ekki.
Páll Bjarnason tæknifræðingur sagði í viðtali við Rás 2 að þegar að fyrri stóri skjálftinn reið yfir (um 3 á Rihters kvarða) hrikkti vel í húsinu við Öfusárbrú sem kennd er við Kaupfélagið en að Ölfusárbrú væri öruggt mannvirki sem ekki þurfi að óttast um. Íbúar við Löngumýri sáu sjónvörp sitt arka fram á borðbrún og hlutir duttu í hillum. Búast má við eftirhrinum á svæðinu næsta sólarhring.
Birt:
20. nóvember 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Selfoss skelfur“, Náttúran.is: 20. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/20/selfoss-skelfur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.