Í Rømskog í Noregi er verið að byggja 4.000 fermetra heilsuhótel, sem verður eingöngu eingangrað með notuðum fötum. Það er fyrirtækið Ultimax, sem framleiðir einangrunina, en hún er sögð standa jafnfætis hefðbundinni einangrun að gæðum, auk þess að vera endurvinnanleg. Framleiðsla á einangrunarmottum úr notuðum fötum hófst hjá Ultimax í desember 2006. Nóg er til af hráefni, því að Norðmenn henda árlega um 100.000 tonnum af taui.
Lesið frétt í Indre Akershus Blad 22. feb. sl.
Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.
Birt:
28. febrúar 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 28. febrúar 2008“, Náttúran.is: 28. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/28/oro-dagsins-28-februar-2008/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: