Þessa dagana er unnið að því að breyta Toyota Prius tvinnbíl í tengiltvinnbíl. Breytingin sem slík er einföld en mjög kostnaðarsöm. Breskir sérfræðingar vinna nú að breytingunum í húsakynnum Arctic Trucks. Aðeins eru til örfáir tengilbílar í heiminum enda tæknin enn á tilraunastigi. Bílaframleiðendur keppast nú um að verða fyrstir til að geta boðið upp á fjöldaframleidda tengiltvinnbíla. Sá sem fyrstur verður með tvinnbíl á viðráðanlegu verði mun vafalaust ná yfirburðum á markaði og því ekki til lítils að vinna. Tengiltvinnbílar myndu ná kolefnisútblæstri bílaflotans umtalsvert niður. Talað er um að 80% minnkun útblásturs ætti að geta náðst fram með tilkomu tengiltvinnbíla.

Frumkvöðull á bak við verkefnið hérlendis er Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs .

Hvað er tengiltvinnbíll?

Hefðbundinn tvinnbíl hefur rafmagnsmótor sem vinnur saman með bensínvélinni og gefur þannig betri ný tni og minni útblástur. Með því að setja stærri og öflugri rafhlöðu í slíka bíla opnast möguleikinn á að nota utanaðkomandi rafmagn sem orkugjafa. Slíka bíla mætti kalla Tengiltvinnbíla.

Tæknilegir og umhverfislegir kostir slíkra bifreiða er ótvíræðir. Bifreiðin yrði hlaðin gegnum hefðbundna heimilisinnstungu og stærsti hluti innanbæjarkeyrslu yrði á rafmagninu einu saman. Mengunarlaus og hljóðlaus umferð tæki þá við af útblæstri og hávaða sem fylgir innanbæjarumferð í dag. Með þessari tækni er ekkert gengið á kraft eða drægni bílsins enda grípur bensínvélin inn í þegar rafmagnið þrþtur.

Grafík og skilgreining á tvinnbíl eru af vef Orkuseturs.
Birt:
9. september 2007
Uppruni:
Orkusetur
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tengiltvinnbíllinn að fæðast“, Náttúran.is: 9. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/09/tengiltvinnbllinn-run/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. janúar 2008

Skilaboð: