Jón S. Ólafsson líffræðingur, sem rannsakað hefur lífríki háhitasvæði hér á landi segir að Íslendingum beri alþjóðleg skylda til að sinna rannsóknum á háhitasvæðum. Það þýði þó ekki það sama og að rasa eigi um ráð fram og miða rannsóknir eingöngu við að virkja þau. Náttúrufar á háhitasvæðunum sé mjög merkilegt og aðeins um 20 svæði á landinu öllu að ræða.

Jón minnir á að unnið sé að rammaáætlun um virkjanakosti bæði í vatnsafli og háhita hér á landi. Markmið hennar er líka að niðurstaða fáist í það hvaða svæði eigi að vernda, meðal annars háhitasvæði. Það sé erfitt að segja til áhrif virkjana á þau þegar vitneskja okkar sé jafn takmörkuð og raun ber vitni.

Úr frétt á mbl.is frá 18.06.2007.
Myndin er af strók úr borholu á Hellisheið. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
18. júní 2007
Uppruni:
mbl.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rannsóknir á háhitasvæðum miðist ekki eingöngu við virkjanir“, Náttúran.is: 18. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/18/rannsknir-hhitasvum-miist-ekki-eingngu-vi-virkjani/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: