Fyrirtæki vígbúast gegn hlýnun jarðar
Orð dagsins 30. september 2009
Fyrirtæki um heim allan leggja síaukna áherslu á umhverfismál, þrátt fyrir yfirstandandi efnahagsörðugleika. Loftslagsmál eru þar efst á baugi. Samkvæmt nýrri könnun á áformum fyrirtækja á þessu sviði hafa um 76% fyrirtækja þegar komið sér upp sérstakri kolefnisáætlun, eða hafa slíkt í hyggju. Þá hafa um 60% fyrirtækjanna sem tóku þátt í könnuninni lagt mat á eigið kolefnisfótspor, mismörg þó eftir heimshlutum. Um 89% fyrirtækjanna nefndu markaðsmál sem eina af ástæðum þessarar áherslu. Lesið frétt EDIE í gær
Birt:
30. september 2009
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Fyrirtæki vígbúast gegn hlýnun jarðar“, Náttúran.is: 30. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/30/fyrirtaeki-vigbuast-gegn-hlynun-jaroar/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.