Plastic ain't my bag
Herferðin er leidd af félagslegu umbótahreyfingunni We are What We Do (WAWWD) eða Við erum það sem við gerum, en samtökin eru einnig á bakvið töskuna „I’m not a plastic bag“ eða „ég er ekki plastpoki“ sem Anya Hindmarch hannaði. Taskan var svo vinsæl að 20.000 eintök seldust upp klukkutíma eftir að hún kom í sölu hjá Sainsbury’s í apríl á þessu ári.
Nú þegar aðeins rúmlega 200 verslunardagar eru til jóla vonar hreyfingin að herferðin veki fólk til vitundar og bindi enda á eyðslusama notkun plastpoka og óþarfa pakkninga yfir hátíðirnar.
WAWWD hefur að markmiði að hvetja fólk til að gera smávægilegar breytingar í lifnaðarháttum sínum til að breyta heiminum til hins betra.
Hreyfingin hvetur kaupmenn til að segja viðskiptavinum að þeir fái ekki lengur plastpoka og að setja skilti upp í gluggum sínum og í inni verslununum sem segir „plastic ain’t my bag“. Kaupmenn verða einnig beðnir um að fylgjast vel með hversu marga poka verslunin sparar. Þeir sem spara mest í hverjum mánuðið verða svo heiðraðir á síðu WAWWD.
Stórar verslanir sem þegar hafa sýnt herferðinni stuðning eru Virgin Megastores, Foley bókabúðirnar og 2000 Dermalogical snyrtistofur um allt landið.
Hreyfingin bendir á að hver einasti maður í Bretlandi noti að meðaltali 167 plastpoka á ári eða um 10 milljarða plastpoka allt í allt. Það tekur allt að 500 ár fyrir plastpoka að eyðast við urðun.
David Robinson einn af stofnendum WAWWD er ánægður með það sem kaupmenn eru nú þegar að gera. „Það er ekki spurning að allt sem verið er að gera mun hafa mikil áhrif á plastpokanotkun“, „Sainsbury’s er með „engir plastpokar“ daga, Waitrose er með græna kassa þar sem fólk með eigin poka gengur fyrir, Tesco auglýsir sýna stefnu á heilsíðum dagblaða, heill bær í Devon hefur gefið upp alla notkun plastpoka og Virgin Megastores eru leiðandi í okkar herferð. Ekkert mun alveg stoppa plastpokanotkun en allt þetta gerir eitthvað gagn.“ segir David.
Smáatriði herferðarinnar verða tilkynnt á fimmtudag í Englandi.
sjá grein á The Guardian
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Plastic ain't my bag“, Náttúran.is: 12. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2014/01/28/plastic-aint-my-bag/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. janúar 2014
breytt: 30. janúar 2014