Ísland í þriðja sæti á lista Germanwatchi
Samkvæmt nýrri skýrslu Germanwatch þar sem borin eru saman loftslagsstefna, losun gróðurhúsalofttegunda og þróun í losun gróðurhúsalofttegunda hjá 56 ríkjum er Ísland nú í þriðja sæti.
Ísland tekur stökk upp á við frá því fyrir ári síðan þegar Ísland lenti í 14. sæti. Að sögn Germanwatch munar mestu um stefnumörkun stjórnvalda frá í febrúar um að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50 - 75% fyrir miðja þessa öld. Fyrir ári síðan hafði engin framtíðarstefna verið mörkuð. Ennfremur, á Íslandi er hátt hlutfall orkugjafa sem ekki valda losun gróðurhúsalofttegunda en losun á hvern íbúa er ekki lagt til grundvallar matinu. Stefnumörkun vegur 20% í mati Germnwatch, heildarlosun gróðurhúsalofttegunda 30% og þróun í losun 50%. Tölur Germanwatch eru frá 2006 og því ekki tekið tillit til aukningar í losun vegna nýrra álvera en losun frá iðnaði vegur 7% af heildinni. Á hinn bóginn hefur ekki verið tekið tillit til nýrra samningsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands um Kyoto2 sem hefði veitt Íslandi fleiri stig.
Talsmenn Germanwatch benda á að um samanburðarrannsókn er að ræða. Ekkert ríki stenst þær kröfur sem gera verður til að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar.Í lok fyrri viku fundarins í Bali stendur þrennt upp úr að mati umhverfissamtaka:
1) Kína hefur sýnt töluverðan samningsvilja hér í Bali. ÉSB er forustuafl um sterkt samningsumboð.
2) Ekkert miðar í átt til samkomulags um að ná tökum þeim á 20% af losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af skógareyðingu. Einkum í hitabeltinu. Þar strandar helst á fjármögnun því eyðing regnskóga er stór tekjulind fyrir lönd eins og Brasilíu og Indónesíu og allir eru sammála um að iðnríkin verði að veita fjárhagslega aðstoð til að koma í veg fyrir stórfellda eyðingu regnskóga. Lungu Jarðar.
3) Samþykkt fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um orkuný tni bíla og afgreiðsla nefndar öldungardeildarinnar á frumvarpi Lieberman/Warner um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda er til marks um að stefna Bush verður ekki við lþði árið 2009 þegar loftslagsþingið verður í Kaupmannahöfn. Þróun mála í Bandaríkjunum hefur vafalítið jákvæð áhrif á samningsvilja kínverskra stjórnvalda.
Á morgun munu umhverfisverndarsamtök standa fyrir aðgerðum víða um heim til að vekja athygli á loftslagsþinginu á Bali. Hér í Bali verður dagurinn helgaður skógareyðingu.
Ísland tekur stökk upp á við frá því fyrir ári síðan þegar Ísland lenti í 14. sæti. Að sögn Germanwatch munar mestu um stefnumörkun stjórnvalda frá í febrúar um að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50 - 75% fyrir miðja þessa öld. Fyrir ári síðan hafði engin framtíðarstefna verið mörkuð. Ennfremur, á Íslandi er hátt hlutfall orkugjafa sem ekki valda losun gróðurhúsalofttegunda en losun á hvern íbúa er ekki lagt til grundvallar matinu. Stefnumörkun vegur 20% í mati Germnwatch, heildarlosun gróðurhúsalofttegunda 30% og þróun í losun 50%. Tölur Germanwatch eru frá 2006 og því ekki tekið tillit til aukningar í losun vegna nýrra álvera en losun frá iðnaði vegur 7% af heildinni. Á hinn bóginn hefur ekki verið tekið tillit til nýrra samningsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands um Kyoto2 sem hefði veitt Íslandi fleiri stig.
Talsmenn Germanwatch benda á að um samanburðarrannsókn er að ræða. Ekkert ríki stenst þær kröfur sem gera verður til að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar.Í lok fyrri viku fundarins í Bali stendur þrennt upp úr að mati umhverfissamtaka:
1) Kína hefur sýnt töluverðan samningsvilja hér í Bali. ÉSB er forustuafl um sterkt samningsumboð.
2) Ekkert miðar í átt til samkomulags um að ná tökum þeim á 20% af losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af skógareyðingu. Einkum í hitabeltinu. Þar strandar helst á fjármögnun því eyðing regnskóga er stór tekjulind fyrir lönd eins og Brasilíu og Indónesíu og allir eru sammála um að iðnríkin verði að veita fjárhagslega aðstoð til að koma í veg fyrir stórfellda eyðingu regnskóga. Lungu Jarðar.
3) Samþykkt fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um orkuný tni bíla og afgreiðsla nefndar öldungardeildarinnar á frumvarpi Lieberman/Warner um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda er til marks um að stefna Bush verður ekki við lþði árið 2009 þegar loftslagsþingið verður í Kaupmannahöfn. Þróun mála í Bandaríkjunum hefur vafalítið jákvæð áhrif á samningsvilja kínverskra stjórnvalda.
Á morgun munu umhverfisverndarsamtök standa fyrir aðgerðum víða um heim til að vekja athygli á loftslagsþinginu á Bali. Hér í Bali verður dagurinn helgaður skógareyðingu.
Birt:
7. desember 2007
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Ísland í þriðja sæti á lista Germanwatchi“, Náttúran.is: 7. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/07/island-i-thrioja-saeti-lista-germanwatchi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.