Að lifa á einfaldan hátt
Í Bandaríkjunum er það að verða æ vinsælla að lifa einföldu lífi, kaupa minna og þurfa þar af leiðandi ekki að vinna eins mikið. Á ensku kallast þetta lífsform "Simple living". Til eru samtök - The Simple Living Network sem hafa frá árinu 1996 veitt upplýsingar og þjónustu varðandi hvernig er hægt að lifa heilbrigðu, einföldu og uppbyggjandi lífi.
Einfaldur lífsstíll snýst ekki um að lifa í fátækt eða í skorti. Þvert á móti snýst hann um að lifa meðvituðu lífi þar sem ÞÚ hefur tekið ákvörðun um hvað skipti máli í lífi þínu og hvað ekki. Margir sem lifa einföldu lífi spara svo mikið fé að þeir geta minnkað við sig vinnu og haft meiri tíma fyrir sjálfan sig og fjölskylduna. Í heimi þar sem tímaskortur hrjáir flesta gæti einfaldari lífsstíll verið svarið. Einnig hentar einfaldur lífsstíll fólki sem þarf að vinna sig út úr skuldum.
Nánari upplýsingar eru á vef The Simple Living Network .
Birt:
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Að lifa á einfaldan hátt“, Náttúran.is: 7. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/07/lifa-einfaldan-htt/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.