Eyðslueinkunnargjöf fyrir bíla - Orkusetur

Á vef Orkuseturs er að finna einkunnarreiknivél fyrir eldsneytiseyðslu bíla. Í allri umræðunni um visthæfi, vistvæni og umhverfisvæni bíla er mikilvægt að hafa í huga að stærsti þátturinn hvað varðar umhverfisáhrif (og budduna okkar auðvitað) er eldsneytiseiðslan sjálf. Með þessum snotra reikni Orkuseturs er ekkert mál að sjá hvaða einkunn bíllinn þinn fær. Kolefnisútblásturinn er að sjálfsögðu einnig tekinn til greina við einkunnargjöfina. Skoða eyðslureikninn.

Einkunnarútreikningar sem Orkusetur styðst hér við er byggð á danskri fyrirmynd og sömu forsendum og Evrópska okrumerkið byggir á. Sjá nánar um Evrópska orkumerkið.

Myndin er af eyðslureiknivélinni á vef Orkuseturs.
Birt:
14. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvaða einkunn fær bíllinn þinn?“, Náttúran.is: 14. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/14/eyslueinkunn-fyrir-bla-orkusetur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: