Frá og með 1. janúar 2008 tóku í gildi breytingar á starfsemi Landbúnaðarstofnunar. Nafnabreyting átti sér stað og er nýtt nafn stofnunarinnar Matvælastofnun (e: Icelandic Food and Veterinary Authority). Samhliða þessari nafnabreytingu breyttust verkefni stofnunarinnar í þá veru að matvælasvið Fiskistofu og matvælasvið Umhverfisstofnunar færðust yfir til Matvælastofnunar. Nýja stofnunin er staðsett að Austurvegi 64 á Selfossi, á sama stað og Landbúnaðastofnun hreiðraði um sig á síðasta ári.

Sjá vef Matvælastofnunar.

Birt:
10. janúar 2008
Höfundur:
Matvælastofnun
Tilvitnun:
Matvælastofnun „MAST - Matvælastofnun“, Náttúran.is: 10. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/10/mast-matvaelastofnun/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: