Grænn apríl
Stofnuð hafa verið samtökin Grænn apríl sem hafa það að markmiði að hvetja ríkisstjórnina, sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að vinna saman að því að gera apríl að „grænum mánuði“.
Sá mánuður var meðal annars valinn vegna þess að Dagur jarðar er haldinn hátíðlegur víða um heim 22. apríl og hinn íslenski Dagur umhverfisins er 25. apríl. Jafnframt er apríl sá mánuður þar sem landið er að byrja að vakna af vetrardvala og því tilvalið að takast á hendur verkefni sem snúa að umhverfinu.
- Grænn apríl hvetur alla þátttakendur til að nýta aprílmánuð til að hrinda í framkvæmd umhverfisvænum verkefnum, kynna þau umhverfisverkefni sem þegar eru í framkvæmd eða kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem snýr að grænni og sjálfbærri framtíð.
- Hægt er að skrá þátttöku í verkefninu á graennapril.is. Upplýsingar um skráningargjald og hvað hún býður upp á er að finna á síðunni.
- Þeir sem skrá þátttöku sína fá sérstakt merki sem þeir geta sett inn á sína vefsíðu eða í auglýsingar: „Við tökum þátt í Grænum apríl“.
- Hafi sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök eða einstaklingar áhuga á að styrkja verkefnið þess utan með frjálsum fjárframlögum fá þau sérstaka umfjöllun á vefnum, meðal annars með viðtölum á vefsjónvarpi Græns apríls.
- Sérstök áhersla verður lögð á gott samstarf við fjölmiðla við kynningu á þeim verkefnum sem tengjast Grænum apríl og munu samtökin sjá um fréttatilkynningar og upplýsingar til fjölmiðla.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á Graennapril.is.
Birt:
25. febrúar 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænn apríl “, Náttúran.is: 25. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/20/graenn-april/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. febrúar 2011
breytt: 25. febrúar 2011