Heilsa Upplifun Vellíðan, ráðstefna um heilsuferðaþjónustu
Miðvikudaginn 18. mars mun iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa gangast fyrir ráðstefnu um heilsuferðaþjónustu undir yfirskriftinni Heilsa – Upplifun – Vellíðan. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13:00-17:00.
Mörg áhugaverð erindi verða flutt. Inngangserindið flytur Melanie Smith frá Corvinus University í Budapest og nefnist það “Health Tourism Trends: Back to the Future.” Einnig ávarpar Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, ráðstefnuna. Ráðstefnustjóri Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála. Í lok ráðstefnu verða pallborðumræður sem Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, stjórnar.
Dagskráin:
- Setning ráðstefnunnar. Laufey Haraldsdóttir Ferðamáladeild Háskólans á Hólum
- Ávarp ráðherra: Össur Skarphéðinsson iðnaðar- og ferðamálaráðherra
- Health Tourism Trends: Back to the Future - Melanie Smith, Senior Lecturer in Tourism Management Corvinus University, Budapest.
- Sýn fyrir Heilsulandið Ísland - Vatnavinir: Sigurður Þorsteinsson iðnhönnuður
- Bláa Lónið – mikilvægi rannsókna í öflugu nýsköpunarstarfi - Ása Brynjólfsdóttir rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa Lónsins
- Heilsutengd ferðaþjónusta - Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri Heilbrigðisráðuneytið
- 15:00 Kaffihlé
- Heilsuferðaþjónusta í Þingeyjarsýslum - Gunnar Jóhannesson Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga
- Heilsuþorp á Flúðum - Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur
- Miðaldaböð í Reykholtsdal - Kjartan Ragnarsson Landnámssetri Íslands
- Móðir jörð og maðurinn; tengslin í sinni tærustu mynd - Anna Dóra Hermannsdóttir ferðaþjónustunni Klængshóli
- Hvernig eflum við heilsuferðaþjónustu á Íslandi - Pallborð, stjórnandi Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Ferðamáladeild Háskólans á Hólum
Í pallborði: Gunnlaugur K Jónsson formaður NLFÍ, Grímur Sæmundsen Bláa Lónið, Þorsteinn Ingi Sigfússon Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur og detoxráðgjafi.
17:00 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjóri: Edward Huijbens forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
Skráning er nú hafin á ráðstefnuna. Ráðstefnugjald: 2.500,-. Nemendur: 1.250,- Smellið hér fyrir skráningu
Mynd: Frá Skaftafelli. Árni Tryggvason.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Heilsa Upplifun Vellíðan, ráðstefna um heilsuferðaþjónustu“, Náttúran.is: 9. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/09/heilsa-upplifun-vellioan-raostefna-um-heilsuferoat/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. mars 2009