Alþjóðleg fjármálakreppa ætti ekki að hafa mikil áhrif gerð ný s alþjóðasamnings um loftslagsmál.

Sérfræðingar hafa bent á það að ef núverandi efnahagslægð sé komin til að vera þá muni lítið fé standa eftir til þess að verja í baráttuna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Allra augu beinist nú að fjárhagslegum vandamálum og loftslangsvandamálin verði því útundan.

Sameinuðu Þjóðirnar vinna nú að gerð ný s samnings um lofslagsmál, sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirmenn lofslagsmála hjá Sameinuðu Þjóðunum hafa vísað því á bug að fjármálaástandið skyggi á gerð samningsins. Þvert á móti hafi hlutir eins og hækkandi olíuverð, hvetjandi áhrif á gerð slíkra samninga.

Reuters greinir frá þessu.

Birt:
30. september 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Fjármálakreppa hefur ekki áhrif á baráttu gegn lofslagsbreytingum“, Náttúran.is: 30. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/30/fjarmalakreppa-hefur-ekki-ahrif-barattu-gegn-lofsl/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: