Játning liggur nú fyrir

Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir:
Landsvirkjun hefur um langan tíma þráast við að viðurkenna að Kárahnjúkavirkjun muni fara fram úr kostnaðaráætlun. Samkvæmt frétt á Stöð 2 liggur nú fyrir játning og munar nokkrum milljörðum.
Stöð 2, 08. nóv. 2007 18:45 .
Kárahnjúkavirkjun komin fram úr kostnaðaráætlun .
„Kárahnjúkavirkjun er komin fram úr kostnaðaráætlun og munar nokkrum milljörðum króna“. Þetta kemur fram í viðtali Stöðvar 2 við Guðmund Pétursson, yfirverkefnisstjóra Kárahnjúkavirkjunar.
Eflaust eru ekki öll kurl kominn til grafar.
Birt:
8. nóvember 2007
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Játning liggur nú fyrir“, Náttúran.is: 8. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/08/jtning-liggur-n-fyrir/ [Skoðað:22. febrúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. nóvember 2007