Saving Iceland ku hjúpuð dulúð, orðrómi og almennum annarleika. Sú mynd sem fjölmiðlar og bloggarar gefa af okkur er skökk. Þess vegna höfum við ákveðið að halda mánaðarlega gamaldags kaffispjall í Reykjavík, þar sem
fólk getur komið og hitt okkur og rætt málin. Fólk sem hefur eitthvað við S.I. að athuga er sérlega velkomið að koma og spjalla.

Kaffikvöld Saving Iceland verða á Kaffi Hljómalind fyrsta sunnudag hvers mánaðar og hefjast klukkan 19:30.

Sunnudaginn 4. nóvember:
Kvikmyndin Wira Pdika sýnd; indversk mynd þar sem fólk af ættbálkum Orissa-héraðs talar máli sínu. Í Orissa grefur breska stórfyrirtækið Vedanta PLC báxít í fjalli heimamanna. Frumbyggjar tjá andstöðu sína í tali, söng, dansi og jafnvel látbragðsleik.

Sjá vef Saving Iceland.

Myndin er af vef samtakanna.
Birt:
3. nóvember 2007
Höfundur:
Saving Iceland
Uppruni:

Tilvitnun:
Saving Iceland „Kaffikvöld Saving Iceland í Kaffi Hljómalind“, Náttúran.is: 3. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/03/kaffikvld-saving-iceland-kaffi-hljmalind/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: