Kaffikvöld Saving Iceland í Kaffi Hljómalind
Saving Iceland ku hjúpuð dulúð, orðrómi og almennum annarleika. Sú mynd sem fjölmiðlar og bloggarar gefa af okkur er skökk. Þess vegna höfum við ákveðið að halda mánaðarlega gamaldags kaffispjall í Reykjavík, þar sem
fólk getur komið og hitt okkur og rætt málin. Fólk sem hefur eitthvað við S.I. að athuga er sérlega velkomið að koma og spjalla.
Kaffikvöld Saving Iceland verða á Kaffi Hljómalind fyrsta sunnudag hvers mánaðar og hefjast klukkan 19:30.
Sunnudaginn 4. nóvember:
Kvikmyndin Wira Pdika sýnd; indversk mynd þar sem fólk af ættbálkum Orissa-héraðs talar máli sínu. Í Orissa grefur breska stórfyrirtækið Vedanta PLC báxít í fjalli heimamanna. Frumbyggjar tjá andstöðu sína í tali, söng, dansi og jafnvel látbragðsleik.
Birt:
Tilvitnun:
Saving Iceland „Kaffikvöld Saving Iceland í Kaffi Hljómalind“, Náttúran.is: 3. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/03/kaffikvld-saving-iceland-kaffi-hljmalind/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.