Náttúrutenging í hönnun
Mikil gróska er í hönnun og handverki á Íslandi í dag. Á Handverkshátíðinni að Hrafnagili var auk fjölmargra bása einstakra lista- og handverksmanna m.a. sett upp svokölluð Krambúð þar sem ýmislegt mjög áhugavert í íslenskri hönnun og handverki var til sýnis og kaups.
Dþr, jurtir og náttúrufyrirbrigði hvers konar eru myndefni sem að aldrei verða úrelt. Þörf fyrir að vinna með hið einfalda og tæra í náttúrunni er mjög áberandi í myndlist og víða að finna í handverki og hönnun í dag. Það er greinilegt að alþýðulistin ný tur virðingar og má jafnvel tala um enduruppgötvun einfaldleikans. Jafnvel ný tileikinn er ekki lengur hallærislegur.
Agnarsmáir tálgaðir fuglar eftir Hafþór Þórhallsson búa yfir leyndardómsfullu innra lífi sem auðvelt er að heillast af.
Sheep puzzle (kinda-pússl) eftir Philippe Ricart, einnig úr við eru sérstaklega falleg í útpældum einfaldleika sínum.
Auk ýmissa þríviðra verka úr tré, gleri og steini var mikið úrval af alls kyns ullarframleiðslu, bæði þæfðum ullarflíkum, prjónuðum, ofnum og útsaumuðum myndum og klæðum.
Það skemmtilega við yfirbragð íslenskrar hönnunar og handverks í dag er að munirnir höfða alveg jafn mikið til fegurðarskyns innfæddra sem erlendra ferðamanna því einlægnin og virðingin fyrir efniviðnum höfðar til allra, hvaðan sem þeir eru.
Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrutenging í hönnun “, Náttúran.is: 13. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/13/nttrutenging-hnnun/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. ágúst 2007