Orð dagsins 27. apríl 2009

Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hefur viðrað hugmynd um að banna sölu á bensín- og díselbílum eftir 2015. Sala á tvinnbílum yrði þó leyfð eitthvað lengur. Með þessu móti telur Kristin að hægt verði að draga verulega úr neikvæðum áhrifum á umhverfið, um leið og bílaframleiðendum væru færð ný tækifæri upp í hendurnar.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag.

Myndin er af rafmagnsbílnum Reva sem Perlukafarinn selur hér á landi.

Birt:
27. apríl 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Blákalt bann við sölu á bensín- og díselknúnum bílum lagt til í Noregi“, Náttúran.is: 27. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/27/blakalt-bann-vio-solu-bensin-og-diselknunum-bilum-/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. apríl 2009

Skilaboð: