Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ Magnússon, sem kom út þann 20. mars síðastliðinn, hefur nú verið prentað í 8 þús. eintökum. Sala bókarinnar slær öll Íslandsmet í bóksölu á þessum árstíma. Andri Snær hefur ferðast um allt land til að kynna bókina, hvarvetna fyrir fullu húsi. Annað kvöld kemur hann fram á Skáldaspírukvöldi í Iðu og mun lesa upp úr bókinni og standa fyrir svörum. Bókakápu hannaði Börkur Arnarson hjá Íslensku auglýsingastofunni, teikningin er eftir Antar Dayal.
 
Edda gefur bókina út.
Birt:
8. maí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Draumalandið prentað í fjórða sinn“, Náttúran.is: 8. maí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/draumalandid/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 4. maí 2007

Skilaboð: