Blái marmarinn 2012
Geimferðastofnun Bandaríkjanna birti nýja gervitunglamynd af Jörðinni í gær. Upplausn ljósmyndarinnar er mikil og sýnir jörðina í áður óséðu ljósi.
Það var Suomi NPP gervitunglið sem náði myndinni. Gervitunglinu var skotið á loft seint á síðasta ári. Því er ætlað að fylgjast með og rannsaka veðurfar jarðarinnar.Myndin er kölluð „Blue Marble 2012" og er það vísun í ljósmynd sem geimfarar Apollo 17 geimskutlunnar náðu af jörðinni árið 1972.
Vonast er til að Suomi NPP gervitunglið eigi eftir að endurbæta veðurspár ásamt því að auka skilning vísindamanna á langtíma breytingum á veðurfari Jarðarinnar.
Hægt er að skoða myndin í fullri stærð á heimasíðu NASA.
Birt:
27. janúar 2012
Tilvitnun:
Vísir.is „Blái marmarinn 2012“, Náttúran.is: 27. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/01/27/blai-marmarinn-2012/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.