Í nýrri skýrslu á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs um ástand Þingvallavatns kemur fram að umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað í efna- og eðlisþáttum og lífríki vatnsins á undanförnum áratugum. Þingvallavatn hefur hlýnað, styrkur næringarefna aukist, þörungamagn vaxið og rýni minnkað. Breytingarnar eru raktar bæði til hnattrænna og staðbundinna þátta. Þrátt fyrir þessar breytingar er ástand Þingvallavatns enn mjög gott skv. viðmiðum fyrir umhverfisbreytur í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Ef heldur fram sem horfir er hins vegar hætt við að margrómaður blámi og tærleiki Þingvallavatns muni rýrna með tilheyrandi skakkaföllum fyrir lífríkið.

Birt:
27. nóvember 2012
Höfundur:
Hilmar J. Malmquist
Tilvitnun:
Hilmar J. Malmquist „Breytingar í vistkerfi Þingvallavatns“, Náttúran.is: 27. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/27/breytingar-i-vistkerfi-thingvallavatns/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. nóvember 2012

Skilaboð: