Karaókímaraþonið hófst í gær klukkan 15.00 á glimrandi dúettum í Norræna húsinu eftir þéttsetinn blaðamannafund þar sem Björk sat í pallborði við hliðina á Ólafi Stefánssyni handboltaheimspekingi, Oddnýju Eir og Jóni Þórissyni sem standa á bak við áskorun á orkuauðlindir.is auk Bjarkar og svo sátu í pallborði Hilmar Örn Hilmarsson Allsherjargoði og Ómar Ragnarsson, frumafl. Það var skýrt kveðið að orði af öllum þátttakendum pallborðs: Orkuauðlindirnar eiga að vera í lögsögu og þágu almennings í landinu en ekki lokaðra hagsmunahópa. Það þarf að rannsaka spillinguna sem felst í sölunni á þriðju stærstu orkuauðlind landsins og skýra stöðu mála fyrir opnum tjöldum svo við getum komið okkur saman um framtíðar orkustefnu og lög um auðlindir í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sungið var til miðnættis og dó tónninn aldrei út. Undirtektirnar hafa verið magnaðar: undirskriftir á orkuaudlindir.is komnar upp í rúmlega 28.000 og stefnt er hærra. Ólafur Stefánsson sagði að öll þjóðin ætti að skrifa undir því þetta væri algjört grundvallarmál og við yrðum að vakna og átta okkur á því hvað væri að gerast og gera eitthvað í því. Lára Hanna, bloggari, hefur skorað á þjóðina að ná 50.000 undirskriftum. http://blog.eyjan.is/larahanna/

Vonast er til þess að haldin verði samhliða karaókímót um allt land. Menn eru hvattir til að smella upp karaókígræjunum eða bara koma saman og syngja við undirleik. Nú þegar hafa borist fregnir af karaókí- og orkuauðlindasamkomum á Akureyri, Bolungavík, Skagaströnd og Selfossi og einhverjar fregnir berast um samkomur á Suðurnesjum, Stykkishólmi, á Höfn og á Egilsstöðum.... !!!

Fjöldamargir landsþekktir einstaklingar eiga eftir að koma fram bæði í kvöld og á morgun og jafnframt hafa margir boðist til að vera kynnar svo sem Arnar Eggert, tónlistarblaðamaður á Morgunblaðinu, gjörningahópurinn Kviss búmm bang og súperparið Jói Kjartans, ljósmyndari, og Hildur Hermans, skrímslahönnuður."

http://www.facebook.com/event.php?eid=188729314473647#!/event.php?eid=169756423066454

Veislan heldur áfram í dag og á morgun bæði í Reykjavík og um land allt:

Akureyri

Brekkukoti (Brekkugötu 6a) Akureyri 8.janúar kl. 20-24:00. Stærsta maraþon karaókí og söngveisla Íslandssögunnar. Í tengslum við maraþon karaókí í Norræna húsinu á þrettándanum verður Brekkukoti umbreytt í glæsilegan karaókí-skemmtistað með frumorku í lofti. Dagskráin hefst kl 20 laugardagskvöldið 8. Janúar

http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=125231264211209
Skipuleggjandi : edward@unak.is.

Selfoss

Rödd þjóðarinnar hljómar á stærsta söngmóti Íslandssögunnar.

Í Norræna húsinu og um allt land ætlar landsþekkt tónlistarfólk og áhugafólk að stíga á stokk og flytja kraftmikinn óð til náttúrunnar. Eru allir hvattir til að taka þátt og syngja sitt uppáhaldslag í stærsta karaókíi Íslandssögunnar.

Á Selfossi verður sungið í Sunnlenska bókakaffinu nk. föstudag kl. 19:00 - 22:00 við lifandi undirspil. Kaffi og límonaði verður til sölu á staðnum.

Píanó er á staðnum og Örlygur Benediktsson tónskáld verður söngvurum til halds og trausts með undirleik. Velkomið er að mæta með hljóðfæri og syngja við eigið undirspil eða vina. Hægt verður að nálgast sönghefti á staðnum.

http://www.facebook.com/event.php?eid=188729314473647

Skráning á staðnum eða hjá Örnu: arna@eyrarbakki.is.

Bolungarvík

Þar verður slegið í kl. 20:00 heima hjá Ingu Vagns – hvar margir dásamlegir stofutónleikar hafa verið haldnir. Vindar blása og kalt í veðri – en það er hlýtt hjá Ingu og Bolvíkingum enda tónlistin þeim í blóð borin. Fólk þarf ekki að skrá sig heldur mætir bara og syngur inn í nóttina. Lífæðin er útvarpið en karaókí vélin og stemmingin verður heima hjá Ingu á Holtastíg 11.  Skipuleggjendur eru að sjálfsögðu Vagnsbörn og fyrir þeim fer Soffía Vagnsdóttir í síma: 8617087 eða sossa@bolungarvik.is.

Skagaströnd

Karaókí á Kántríbæ fellur því miður niður vegna veðurs en verður haldið þegar rofar til og hægt að fara út úr húsi fyrir stórhríð.

Nánari upplýsingar veita: Oddný Eir : oddnyeir@gmail.com s. 8480767 og Ilmur Dögg í Norræna húsinu: ilmur@nordice.is s. 5517019 og 6980298.

Ljósmynd: Björk og Ómar að syngja dúett í gær, ljósm. Bergur Sigurðsson.

Birt:
7. janúar 2011
Tilvitnun:
Oddný Eir Ævarsdóttir „Orkuauðlindirnar sungnar til þjóðarinnar um allt land“, Náttúran.is: 7. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/07/orkuaudlindirnar-sungnar-til-thjodarinnar-um-allt-/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: