Styrktaruppboð til handa Ómari Ragnarssyni
Kassi.is hefur ákveðið að hefja styrktaruppboð. Fyrsta styrktaruppboð verður haldið til stuðnings Ómari Ragnarssyni en hann vinnur að því að skapa sátt meðal þjóðarinnar um Kárahnjúkavirkjun. Það er að frumkvæði Jóhann G Jóhannssonar, tónlistar- og mynldistarmanns, sem þjóðhetjan Ómar Ragnarsson varð fyrir valinu sem fyrsta samstarfsverkefnið á þessu sviði en Jóhann hefur gefið olíumálverk sem boðið verður upp á kassi.is til stuðnings málefninu.
Myndin er af uppboðsverkinu: „Ofar jörðu“. Olía á striga, 110 cm x 82 cm. Jóhann G. Jóhannsson 2003.
-
Birt:
13. október 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Styrktaruppboð til handa Ómari Ragnarssyni“, Náttúran.is: 13. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/styrktaruppb_or/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 2. maí 2007