Góa - 20. febrúar – 20. mars
Góa heitir sá mánuður nær sól er á hlaupi um fiskamerki. Nú er sama að vinna og varast og á þorra. Nú koma þeir stórstraumar, sem kallast góuginur. (Stórstraumsfjörur sem eru bestar til skeljatöku.) Þá er skeljafiskatekja hægust og best tittlingaveiði, sem þá eru feitari en með smástraumi. Líka er nú góður tími til rjúpnaveiða. Um þessar mundir bæta menn búshluti sína, amboð og önnur áhöld, sem brúkast þurfa sumarið eftir.
Ljósmynd: Skeljar og þari af holmavik.is.
Birt:
20. febrúar 2011
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Góa - 20. febrúar – 20. mars“, Náttúran.is: 20. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2007/04/21/20-febrar-20-mars/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. apríl 2007
breytt: 20. febrúar 2011