Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði sveitarstjóri Flóahrepps að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. Sagði sveitarstjórinn að ekki hefði verið hægt að deiliskipuleggja, ekki hægt að byggja við hús, útihús og í raun ekkert hægt að gera. Svona hafi ástandið verið í tvör ár.

Í ákvörðun umhverfisráðherra frá  janúar 2010 um aðalskipulag Flóahrepps kom fram að synja bæri um staðfestingu á þeim hluta aðalskipulagsins sem varðaði Urriðafossvirkjun og kom fram í ákvörðun ráðherra að ráðuneytið myndi staðfesta aðra hluta skipulagsins þegar sveitarstjórn hefði sent skipulagsuppdrætti í samræmi við ákvörðun ráðherra. Því gat sveitarfélagið óskað eftir staðfestingu ráðherra á skipulaginu án Urriðafossvirkjunar í kjölfar þeirrar ákvörðunar. Sveitarfélagið kaus hins vegar að fara af stað í nýtt skipulagsferli vegna Aðalskipulags Flóahrepps og er vinnu við það ekki lokið.

Birt:
11. febrúar 2011
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps“, Náttúran.is: 11. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/11/vegna-fullyrdinga-sveitarstjora-floahrepps/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. febrúar 2011

Skilaboð: