Væntanlegt á markað er ný græja frá Griifin tækjaframleiðandanum. Um er að ræða lítið box sem sett er á tölvutengið í bílnum og skráir allskonar upplýsingar um aksturslag s.s. eyðslu og nýtingu. Einnig getur tækið þýtt bilanaskilaboð frá bíltölvunni og þannig einfaldað og jafnvel sparað í viðhaldi. Tækið skilar upplýsingunum til síma eða spjaldtölvu. Fyrst um sinn verður hugbúnaðurinn aðeins á iPhone, iPodTouch eða iPad en kemur fyrir Android seinna á árinu.

Upplýsingar um tækið má finna hér http://www.griffintechnology.com/products/cartrip

Birt:
10. janúar 2011
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Viltu vita hvernig þú ekur?“, Náttúran.is: 10. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/10/viltu-vita-hvernig-thu-ekur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: