Streita veldur mörgum af þeim kvillum sem þjaka nútímamanninum. Jurtir geta komið að miklum notum, en nauðsynlegt er fyrir fólk sem haldið er stöðgri streitu að beita hugleisðlu eða slökun til þess að vinna bug á henni. Mataræði hefur mikil áhrif á streitu og því skal forðast allan mat sem örvar taugakerfið, einkum kaffi, te, kakó og kóladrykki. Borðið lítið af rauðu kjöti og forðist allt óhóf í áfengisneyslu.

Jurtir gegn streitu
Hafrar, kamilla, hjartafró, djöflakló, jónsmessurunni, járnurt og hjólkróna.
Hvítþyrniber má nota við streitu ef vart verður óreglu í hjartslætti samfara henni.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Streita“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/streita1/ [Skoðað:25. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: