Um eldgos
Í eldgosum kemur upp kvika sem er bráðið efni úr möttli eða skorpu. Í gosopi myndast hraun, gjóska og kvikugös. Röð eldgosa á tilteknu tímabili mynda eldvirkni.
Eldvirkni skiptist í meginlandseldvirkni á meginlöndunum og úthafseldvirkni á plötuskilum og heitum reitum. Helstu einkenni úthafseldvirkni eru sprungueldstöðvar og hraungos á meðan að meginlandseldvirkni einkennist af stórum eldfjöllum sem gjósa súru bergi í sprengigosum.
Eldvirkni á Íslandi stafar af samspili plötureks, og viðbótarvirkni möttulstróksins (heita reitsins) undir landinu. Eldvirknin á Íslandi er dæmigerð úthafseldvirkni.
Birt:
15. apríl 2010
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Um eldgos“, Náttúran.is: 15. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/04/16/um-eldgos/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. apríl 2007
breytt: 16. apríl 2010