Íslandsvinir standa fyrir göngu laugardaginn 27.05.´06 kl. 13:00 frá Hlemmi. Gengið verður niður Laugaveginn og mun 150 manna stórsveit leiða gönguna sem endar með útifundi á Austurvelli, þar sem fram koma margir af okkar helstu tónlistarmönnum, auk skálda og annara listarmanna.

Þá verður upplýsingabæklingi dreyft í fyrsta skipti. Fræðslumyndbandi verður varpað á símahúsið. Hópur ungmenna munu bera fram beiðni til stjórnvalda um að erfa hreint loft, óspjallaða náttúru og ómengaðan heim.

Í fréttatilkynningu frá Íslandsvinum segir: „Hundruðir af okkar einstöku náttúruperlum eru á bráðri hættu. Við verðum að sýna fjölda núna. Hræðilegar aðgerðir eiga sér stað án opinberrar umræðu og áður en við vitum af verður orðið of seint að andmæla“.

Dagskrárliðir:
13:00 Ganga hefst frá Hlemmi, leidd af stórsveit Davíðs og Sigtryggs
13:00 DVD fræðsluefni varpað á tjald á Austurvelli (lúppar með hljóði)
13:40 Doctor Disco Shrimp
13:55 Ganga kemur að Austurvelli
14:05 Helena Stefánsdóttir kynnir áskorun og undirskriftasöfnun
14:10 Hjálmar, Ellen og KK
14:30 Birgitta Jónsdóttir flytur ljóð
14:35 Steindór Andersen
14:40 Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir
14:45 Benni Hemm Hemm
15:00 Gréta Sigurðardóttir frá Vaði
15:05 Flís og Bogomil Font
15:20 Unga kynslóðin talar
15:30 "Hver á sér fegra föðurland", Elín Eyþórsdóttir, Flís, Benni, blásarar og allir taka undir
15:35 Minnt á undirskriftasöfnun og fjölskyldudaga við Snæfell
15:40 Áframhaldandi disco dj

Íslandsvinir er hópur fólks sem lætur sig varða náttúru Íslands, efnhahagslegt sjálfstæði íslendinga, velferð, lífsgæði og lýðræði. Íslandsvinir eru grasrótarhreyfing sem starfar líkt og aðrar viðlíka hreyfingar, í sjálfboðavinnu fyrir málstaðinn. Myndin sýnir myndhluta af veggspjaldi göngunnar.

Myndin er eftir Myrru Leifsdóttur.

Sjá einnig Islandsvinir.org

Birt:
20. maí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Íslandsvinir ganga - Virkjum hugann, verndum náttúruna“, Náttúran.is: 20. maí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/islandsvinaganga2/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 15. maí 2007

Skilaboð: