Orð dagsins 13. október.

Norðmenn hafa náð bestum árangri Norðurlandaþjóða við beitingu hagrænna stjórntækja til að draga úr koltvísýringslosun frá umferð. Í þessu sambandi hefur reynst best að tengja gjaldtöku beint við athafnir greiðenda, svo sem við kaup á bílum eða eldsneyti og með innheimtu vegtolla. Eingreiðslur sem bætast við kaupverð bíla við fyrstu skráningu virðast hafa skilað mestum árangri hvað þetta varðar, en í Noregi ræðst skattlagning nýrra bíla fyrst og fremst af koltvísýringslosun. Sem dæmi má nefna að í Noregi kostar 2007-árgerðin af hinum eyðslufreka Volvo V70 bensínbíl 574.000 danskar krónur (DKK). Þar af leggjast hvorki meira né minna en 384.000 DKK á sem skattur við fyrstu skráningu, og er þar tekið mið af mikilli koltvísýringslosun bifreiðarinnar (250 g CO2/km). Eftir að þetta gjaldakerfi var tekið upp í Noregi á síðasta ári hefur sala á eyðslugrönnum díselbílum aukist gríðarlega þar í landi.
Lesið frétt í Teknisk Ukeblad 8. október sl.

Birt:
13. október 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Skattlagning fylgi koltvísýringslosun“, Náttúran.is: 13. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/15/skattlagning-fylgi-koltvisyringslosun/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. október 2008

Skilaboð: