Nú nálgast reyklausi dagurinn og því tilvalið fyrir þá sem enn anda að sér eitrinu að hætta. Eftir 1. júní ganga í gildi lög sem banna með öllu reykingar á veitingahúsum, svo nú er að taka sér tak.

Fyrir þá sem enný á reykja, hinir geta hætt að lesa:

Nokkrar aðferðir eru til sem geta hjálpað þér að losna undan bölinu. Nikótíntyggjó hjálpar mörgum, nálastungumeðferðir sumum og lestur góðrar bókar öðrum, en eitt er víst að það sem er mikilvægast er „viljinn til að hætta“. Ef að viljinn er veikur eða bara ekki alveg nógu sterkur er ekkert vit í því að þykjast ætla að hætta. Ákvörðunina má undirbúa vel og rækilega en oftast er best að vera með sem minnstar yfirlýsingar og ekki búast við að fá klapp á bakið frá neinum eftir fyrsta reyklausa daginn, eða þriðja. Talað er um að það taki allt upp í níu mánuði að hreinsa nikótínið nógu vel úr líkamanum til að hægt sé að segja að maður sé hættur að reykja. En á þessum níu mánuðum eignast þú líka nýtt líf í heilbrigðari skrokki svo það er vel þess virði.

Að hætta að reykja getur verið erfiðara en að hætta á heróíni, hef ég heyrt fyrrverandi heróínsjúkling segja, svo búðu þig undir sálarkvalir og mótþróa við litla púkann inni í þér sem segir að það sé ósanngjarnt að „bara þú“ þurfir að hætta en hinir, vinirnir megi reykja áfram og hafa það skemmtilegt.....og að það sé alls ekki sanngjarnt. Púkinn mun reyna að buga þig með eilífu tönglu um hvað þú átt bágt og hvað þú átt nú skilið að fá þér „eina“.

Ég hef gengið í gegnum þetta og tala því af eigin reynslu. Aldrei hef ég komist nær því að sjá fyrir mér helvíti og íbúa þess og á þessum erfiðu mánuðum þegar að ég var í ferlinu að hætta að reykja. Og þeir munu freista þín og vera mjög sannfærandi en dragðu þá djúpt andann og ímyndaðu þér hve miklu verr þér hefði liðið í lungunu ef að þú reyktir enný á. Svo verðuru miklu sætari þegar þú ert hætt/ur. Ekkert er til ljótara en rauð, þurr og götótt húð fullorðins reykingafólks, viltu líta þannig út??

En hjálparmeðöl eins og nikótíntyggjó, nálastungur og lestur góðra bóka bakkar ekki upp veikan vilja, mundu það og hættu bara þegar að þú ert sannfærð/ur um að það sé það sem þú virkilega vilt.

Myndin af skiltinu er af Google.

Birt:
29. maí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Reyklausi dagurinn er 31. maí“, Náttúran.is: 29. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/29/reyklausi-dagurinn-er-31-ma/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. júní 2007

Skilaboð: