Legskol
Legskol er notað gegn sýkingu í leggöngum, t.d. sveppasýkingu. Notað er óþynnt te eða þynnt urtaveig. Teið þarf að laga sérstaklega fyrir hvern dag. Auðveldast er að nota sérstakar legskolssprautur til þess að setja skolið í leggöngin. Notið 1 dl af tei tvisvar til þrisvar á dag og hafið það við líkamshita.
Urtaveig er einfaldari í notkun að því leyti að hana má eiga tilbúna þegar hennar er þörf. Setjið 5 ml af urtaveig í 1 dl af volgu vatni og skolið tvisvar til þrisvar á dag
Leitið til læknis ef sýkingin hefur ekki lagast innan viku. Ef grunur leikur á um að kynsjúkdóm sé að ræða skal leita til læknis áður en lækning er reynd með jurtum.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Legskol“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/legskol/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007