Dill
Þegar haustar að standa frækrónur dilljurtanna og hreykja sér yfir hinar plönturnar sem eftir standa í garðinum. Þeim sem hafa komist í kynni við þennan sænska rétt, finnst ekkert haust mega líða án þess að bragða á nýjum kartöflum soðnum með dillkrónum. Kartöflurnar og dillkrónurnar eru látnar í skál og borðaðar með smjöri.
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.
Ljósmynd: Dill, í garði Hildar Hákonardóttur þ. 27.08.2009. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
30. júlí 2015
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Dill“, Náttúran.is: 30. júlí 2015 URL: http://nature.is/d/2009/08/29/dill/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. ágúst 2009
breytt: 30. júlí 2015