Í Bretlandi hefur broddgelti og gráspör verið bætt á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, einkum vegna eyðileggingar á heimkynnum.

Gaukurinn, uppskerumúsin og önnur þekkt dýr úr breskum bókmenntum og tónlist munu hljóta sérstaka vernd og aukningu á fjölda villtra heimkynna. (Sjá glærusýningu af breskum dýrum í útrýmingarhættu.)

Aðgerðaáætlunin, sem er endurskoðuð á hverjum áratugi, hefur tvöfaldað fjölda tegunda úr 577 árið 1997 yfir í 1149, þrátt fyrir þá staðreynd að yfir 100 tegundum hefur tekist að dafna og ná jafnvægi.

Fjöldi broddgölta hefur tekið miklum breytingum og með áframhaldandi þróun mun broddgölturinn verða útdauður árið 2025. Broddótta spendýrið þarf að horfast í augu við umferð, mengun og meindýraeitur.

Gráspörum hefur fækkað um 50% síðustu 25 ár, ásamt starranum sem var eitt sinn algeng sjón á himni.

Joan Ruddock, ráðherra sem tilkynnti listann er enn bjartsýn yfir því að útrýming tegunda og eyðilegging á heimkynnum mun fækka innan við 3 ár. Jafnframt bætir Ruddock við að viðbótin við listann er að hluta til vegna mun nákvæmari vísindalegrar greiningar en gerð var áður.

"Með aðgerðaáætluninni höfum við sýnt fram á að við getum náð góðum árangri þegar við einblínum mátt okkar að því að vernda sérstakar tegundir og heimkynnni", segir Ruddock.
"Við höfum náð að fjarlægja sumar tegundir af þessum lista, þ.a.m. Killarney burknann. Veðurfarið er að breytast og það er mikilvægara en það hefur verið nokkurn tímann að við hjálpum dýralífinu að aðlagast. "

Frétt tekin af Treehugger
Efri mynd tekin af Treehugger og neðri mynd tekin af vef Hornafjarðarbæjar

Birt:
7. september 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Nú í útrýmingarhættu: Broddgöltur og gráspör“, Náttúran.is: 7. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/07/n-trmingarhttu-broddgltur-og-grspr/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: